1. Núverandi aðstæður - úr Bréf til vina minna eftir Silo

1. Núverandi aðstæður.
Frá upphafi sögu sinnar hefur mannkynið þróast til þess að öðlast betra líf. Þrátt fyrir allar framfarirnar er völdum, ásamt efnahagslegum og tæknilegum yfirburðum, beitt til að drepa, mergsjúga og undiroka fólk á stórum svæðum jarðarinnar. Að ekki sé minnst á hvernig framtíð komandi kynslóða er eyðilögð og lífi á plánetunni almennt er stefnt í voða. Lítið hlutfall mannkyns hefur mikið ríkidæmi á meðan mikinn meirihluta skortir jafnvel brýnustu nauðsynjar. Þó að á vissum stöðum séu næg störf sem eru launin við hæfi, er ástandið hörmulegt á mörgum öðrum. Allsstaðar ganga fátækustu hlutar þjóðfélagsins undir hörmungar á degi hverjum, bara til þess að svelta ekki í hel.
Í dag og eingöngu fyrir þá staðreynd að hún fæddist inn í félagslegt umhverfi, ætti hver manneskja að geta fætt sig á viðunandi hátt, hafa aðgang að heilbrigðiskerfi, húsnæði, menntun, klæði og þjónustu. Og þegar fólk kemst á efri ár, þarf það að geta tryggt framtíð sína til æviloka. Fólk hefur allan rétt á að þrá þessa hluti fyrir sjálft sig, og það á allan rétt á að vilja betra líf fyrir börn sín. En í dag hafa jafnvel þessar grundvallarþrár ekki ræst fyrir þúsundir milljóna manna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband