2. Möguleikinn á betri heimi - úr Bréf til vina minna eftir Silo


2. Möguleikinn á betri heimi.
Margskonar hagfræðileg meðöl hafa verið reynd, með ýmsum niðurstöðum, til þess að lagfæra fyrrnefnd vandamál. Í dag hneigjast menn til að beita kerfi þar sem hin svokölluðu "markaðslögmál" stýra sjálfvirkt þróun þjóðfélagsins, og sneiða hjá þeim efnahagslegu hörmungum sem fyrri tilraunir í stýrðum hagkerfum höfðu í för með sér. Samkvæmt þessu fyrirkomulagi munu stríð, ofbeldi, kúgun, misrétti, fátækt og heimska smám saman heyra sögunni til án sársaukafullra aukaverkana. Lönd munu renna saman í svæðamarkaði, þar til að lokum upp er risið alheimsþjóðfélag, án múra af nokkru tagi. Við erum fullvissuð um, að á þennan hátt, rétt eins og lífskjör fátækari hluta þróaðri svæða muni fara batnandi muni líka hin lítt þróaðri svæði öðlast ávinninga þessarar þróunar.
Meirihluti fólks mun aðlagast þessu nýja fyrirkomulagi, sem hæfir tækni- og kaupsýslumenn munu koma á laggirnar. Ef, engu að síður, eitthvað bregst, mun það sannarlega ekki vera vegna þess að eitthvað sé athugavert við hin óskeikulu "efnahagslegu náttúrulögmál", heldur einungis vegna lítilla hæfileika einstakra sérfræðinga - sem, eins og gerist í fyrirtækjum, mun verða skipt um eftir því sem þurfa þykir. Samtímis mun almenningur í þessu "frjálsa" þjóðfélagi kjósa lýðræðislega milli valmöguleika, auðvitað svo fremi sem val þeirra liggur innan þessa sama kerfis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband