5. Breytingar og tengsl fólks - úr Bréf til vina minna eftir Silo

5. Breytingar og tengsl fólks
Sameining markaða í stærri svæði, sem og kröfur um sjálfstæði héraða og þjóðarbrota ýta undir upplausn þjóðríkisins. Fólksfjölgunarsprengingin í fátækari heimshlutum er að rífa á saumunum allar tilraunir til þess að stjórna fólksflutningum. Stórfjölskylda sveitanna er að brotna niður, og hvetur yngri kynslóðina til ofsetinna borganna. Borgarfjölskylda iðnaðar- og síðiðnaðartímans hefur skroppið saman í algjört lágmark, meðan risaborgirnar verða samtímis að gleypa óheyrirlegan straum fólks sem mótaðist í óskyldu landslagi menningar. Efnahagskreppur og umbreytingar á framleiðsluaðferðum skapa skilyrði fyrir kynþáttahatur og annarskonar mismunun að blossa upp að nýju.
Mitt í öllu þessu leiðir sívaxandi hraði tæknibreytinga og fjöldaframleiðslu til þess að vörur verða úr sér gegnar næstum áður en þær ná til neytenda. Þessi stöðuga endurnýjun hluta á sér samsvörun í þeim óstöðugleika og þeirri aflögun sem svo ljóslega má sjá í mannlegum tengslum í dag. Þegar hér er komið sögu hefur hin hefðbundna 'samstaða', arftaki þess sem einhverntíma var kallað 'bræðralag', misst alla þýðingu. Félagar okkar í vinnunni, í skólanum, í íþróttunum... jafnvel gamlir vinir taka nú á sig einkenni keppinauta. Kærustupör berjast um yfirráð, báðir aðilar reikna út í upphafi sambandsins, hvort borgi sig frekar að vera saman eða búa aðskilin.
Aldrei fyrr hefur heimurinn verið jafn samtengdur, engu að síður líða einstaklingar hvern dag meir af þjakandi tengslaleysi. Aldrei fyrr hafa borgarmiðstöðvarnar verið svo fjölmennar, þrátt fyrir það talar fólk um "einmanaleika" sinn. Aldrei hefur fólk þarfnast mannlegrar hlýju jafn mikið og nú, en að reyna að nálgast annan í anda hjálpsemi og vinsemdar vekur aðeins grunsemdir.
Svona hefur fólkið okkar lánlausa verið yfirgefið, í þessari klípu og megnri óhamingju er hverjum einangruðum einstaklingi komið til að trúa að hann eða hún hafi einhverju mikilvægu að tapa - loftkenndu "einhverju" sem allur afgangur mannkyns líti ágirndaraugum! Undir þessum kringumstæðum er hægt að segja fólki eftirfarandi sögu, eins og verið væri að tala um óyggjandi raunveruleika...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband