7. Hin mennska breyting - úr Bréf til vina minna eftir Silo

7. Hin mennska breyting.
Heimurinn er að breytast mjög hratt og margt það, sem fyrir skömmu var trúað blint á, getur ekki staðist nú. Aukinn hraði atburða hefur í för með sér óstöðugleika og upplausn í öllum þjóðfélögum, hvort sem þau eru rík eða snauð. Þegar slíkar breytingar á kringumstæðum eiga sér stað, þá hætta jafnt hin hefðbundnu stjórnvöld og þjónar þeirra "mótarar almenningsálitsins", sem og hinir gömlu baráttumenn að vera viðmiðun fyrir fólk.
Engu að síður er að vakna til lífsins nýr næmleiki sem á við hinn nýja tíma. Þetta er næmleiki sem meðtekur heiminn sem eina heild og er meðvitaður um að vandamál fólks á sérhverjum stað munu á endanum gera vart við sig á öðrum, jafnvel þó mikil fjarlægð sé á milli þeirra. Samskiptin, tilfærsla auðs og hinir hröðu flutningar stórra hópa manna frá einum punkti til annars, allt þetta sýnir hvernig ferli heimsins í eina heild fer vaxandi.
Einnig eru að birtast ný viðhorf til aðgerða þegar ljóst er hve mörg vandamál eru heildræn. Það er greinilegt að starf þeirra sem vilja betri heim ber árangur ef það er látið vaxa frá því umhverfi þar sem hver og einn hefur einhver áhrif. Þetta er frábrugðið öðrum tímum þar sem hulið var með innantómum frösum hvernig leitað var eftir ytri viðurkenningu. Í dag er byrjað að meta auðmjúka og einlæga vinnu, þar sem ekki er reynt að blása út eigin persónu heldur breyta sjálfum sér og hjálpa til þess að það gerist í nánasta umhverfi fjölskyldu, vinnu og tengsla.
Þeim sem raunverulega þykir vænt um fólk vanvirða ekki slíka vinnu, þó hún sé ekki unnin með miklum fyrirgangi. Á hinn bóginn er þetta óskiljanlegt fyrir sérhvern tækfærissinna, sem mótaðist í hinu gamla landslagi leiðtoga og fjölda, í landslagi þar sem hann lærði að nota aðra til að skjóta sér á tind þjóðfélagsins.
Þegar einhver sannreynir að kleyfhugaháttur einstaklingshyggjunnar hefur enga útgönguleið og segir öllum þeim sem hann þekkir opinskátt frá því að það er þetta sem honum finnst og hann gerir þetta án hinnar fáránlegu hræðslu við að vera misskilinn, þegar hann nálgast aðra, þegar hann sýnir áhuga á hverjum og einum en ekki á nafnlausum fjölda, þegar hann byrjar að skiptast á skoðunum og fer að vinna með öðrum, þegar hann sér ljóslega þörfina á að margfalda þetta starf endurtengingar í þjóðfélagsvef sem aðrir hafa eyðilagt, þegar hann finnur að jafnvel "smávægilegasta" manneskjan hefur meiri mennsk gæði en einhver sálarleysingi sem hefur verið settur á tind augnabliksins... Þegar allt þetta gerist hjá honum er það vegna þess að innra með honum byrjar að tala að nýju Tilgangurinn sem hefur hreyft þjóðirnar þegar þær voru í mestri þróun. Þessi Tilgangur sem svo oft hefur verið rangfærður og svo oft gleymdur en hefur ávallt fundist aftur þegar sagan hefur breytt gangi sínum.
Ekki er einungis að sýna sig nýr næmleiki, ný stefna og framkvæmd aðgerða heldur jafnframt nýtt siðferðisviðhorf og nð taktísk staða gagnvart lífinu. Ef einhver ýtti mér til að skýra nákvæmar það sem minnst hefur verið á fyrr, myndi ég segja, jafnvel þó þetta hafi verið endurtekið í þrjár þúsundir ára, að fólk finni nú á nýjan hátt fyrir nauðsyn þess og hinum siðferðilega sannleik að koma fram við aðra eins og maður vill að komið sé fram við sig. Ég myndi bæta við að í dag sé leitast við að framkvæma nokkurskonar hegðunarlögmál:
1. Ákveðið samræmi, reyna að skipuleggja hina mikilvægu þætti í lífinu, sinna þeim öllum og forðast að sumir þeirra fari fram úr og aðrir aftur úr um of.
2. Ákveðin vaxandi aðlögun, sem vinnur í þágu framþróunar (ekki bara hins líðandi augnabliks) og skeyta lítið um hin mismunandi form neikvæðrar þróunar.
3. Ákveðið tækifæri, hörfa frammi fyrir miklum krafti (ekki frammi fyrir öllum óðægindum) og sækja fram þegar úr honum dregur.
4. Ákveðin samheldni, safna saman gjörðum sem gefa tilfinningu um einingu, vera sáttur við sjálfan sig og hafna þeim sem valda mótsögnum og sem eru skráðar sem ósamræmi milli þess sem maður hugsar, finnur og gerir.

Ég held að ekki sé nauðsynlegt að útskýra hvers vegna ég segi að "fundið sé fyrir nauðsyn þess og hinum siðferðilega sannleik að koma fram við aðra eins og maður vill að aðrir komi fram við sig", frammi fyrir þeim mótmælum að hegðun sé ekki á þennan hátt í dag. Né held ég að við ættum að vera með lengri útskýringar á því hvað 'framþróun' er eða 'vaxandi aðlögun' og ekki bara endanleg aðlögun. Hvað varðar að að hörfa eða sækja fram gagnvart miklum eða minnkandi krafti, myndum við án efa verða að treysta á nákvæmar viðmiðanir sem við höfum ekki minnst á. Að lokum, þetta með að safna upp einingargjörðum frammi fyrir mótsagnakenndum kringumstæðum sem við búum við og upplifum dag hvern eða á gagnstæðan hátt að hafna mótsögninni, virðist erfitt hvernig sem á það er litið.
Það er satt, en ef við förum yfir það sem hefur verið sagt hér að ofan, myndum við sjá að við höfum minnst á alla þessa hluti í því samhengi að vera ákveðin hegðun, sem er að verða sterk þrá í dag, allt öðruvísi en sú á öðrum tímum. Að lokum.
Ég hef reynt að setja fram nokkur sérstök einkenni sem eru að birtast, sem á við nýjan næmleik, nýja gerð samskipta milli manna og nýja gerð persónulegrar hegðunar sem að mér virðist hefur gert meira en að vera einföld gagnrýni á ástandið. Við vitum að gagnrýni er alltaf nauðsynleg, en það sem er enn nauðsynlegra er að gera sjálf eitthvað öðruvísi en það sem við erum að gagnrýna.

Með þessu sendi ég ykkur mínar bestu kveðjur
Silo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband