Stefnuskjal Húmanista

Stefnuskjal húmanista hefur ekki komið fyrir augu margra hér á landi og því birtist það hér í þeirri von að einhverjir lesi og nýti sér. Það er vissulega þörf á stefnu sem beinist að eflingu mennskunnar í þjóðfélaginu.

 

Inngangur

" Húmanistar eru konur og karla þessarar aldar, þessa tímaskeiðs. Húmanistar þekkja sögulegar forsendur húmanisma fyrri alda og taka mið af framlagi mismunandi menningarheima, en ekki einvörðungu þeirrar menningar sem nú lætur mest að sér kveða. Þetta er fólk sem gerir sér grein fyrir því að senn kveður það þessa öld og gengur á vit nýrrar heimsmyndar.

Húmanistar telja sig eiga langa sögu að baki og enn lengri framtíð fyrir höndum. Þeir horfa fram á veginn, til baráttu og sigurs á hinni almennu kreppu sem nú ríkir. Þeir eru bjartsýnir og trúa á frelsi og félagslegar framfarir.

Húmanistar eru alþjóðasinnar og keppa að því að koma á alþjóðlegu mennsku samfélagi. Þeir líta á heiminn sem eina heild og starfa í nánasta umhverfi sínu. Þeir hafna einsleitum heimi, en vilja fjölbreytni: fjölbreytt þjóðerni, tungumál, siði og venjur; fjölbreytni í búsetu, svæðaskipan og sjálfsforræði; fjölbreyttar hugmyndir og markmið; fjölbreytileika trúar, jafnt guðleysingja sem guðrækinna; fjölbreytni í starfi og sköpun.

Húmanistar hafna yfirboðurum; þeir vilja ekki stjórnendur eða yfirmenn af neinu tagi; þeir telja sig hvorki fulltrúa né yfirmenn neinna annarra. Húmanistar vilja hvorki miðstýrt ríki né allsherjarríki eða ríkjaheild er leysi það af hólmi. Húmanistar vilja ekki lögregluheri eða vopnaða flokka manna sem komi í þeirra stað.

Milli baráttumála húmanista og núverandi ástands í heiminum hefur verið reistur múr. Nú er mál til komið að brjóta þennan múr niður. Til þess að svo geti orðið verða húmanistar um allan heim að sameinast."


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband