Ekki lái ég unga fólkinu þótt það sýni ekki ýtrustu kurteisi

Mér segir svo hugur um að margir styðji unga fókið sem lét til sín taka á þingpöllunum í dag. Ríkisstjórnin er að veðsetja framtíð okkar og situr sem fastast. Embættismenn, stjórnmálamenn, bankamenn og endurskoðendur eru að rannsaka eigið svindl. Hvernig er hægt að sitja þegjandi undir þessu. Svo ætla þau að afhenda útlendingum bankana. Sumir halda að það sé allra meina bót að fá útlenda banka, ganga í Evrópusambandið eða fá sterka foringja til að leiða okkur sauðina. Við ættum heldur að hysja upp um okkur og taka málin í eigin hendur.

Bankastarfsemi ætti að snúast um þjónustu við almenning, vera svona nokkurskonar peningaveita. Innlán og útlán - og vextir ættu að vera o til 1% og kostnaður greiðast með þjónustugjöldum. Dráttarvexti ætti að leggja af og spákaupmennska og okur á ekkert erindi í bankaþjónustuna.


mbl.is Þingfundur hafinn á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Að sjáfsögðu styður meirihluti þjóðarinnar unga fólkið.

Jóhannes Ragnarsson, 8.12.2008 kl. 17:08

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég styð sko þetta unga fólk...mér finnst það eðlilegasti hlutur í heimi að fólk æmti og skræmti undan svona hrikalegu ofbeldi sem þau hafa verið beitt..framtíðin þeirra veðsett vegna græðgispúka og ráðamanna sem er skítsama um fólkið í landinu. Já ég veit stór orð en samt sönn. Áfram unga flotta fólk!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.12.2008 kl. 17:16

3 Smámynd: Páll Ingi Pálsson

Katrín, endilega bentu okkur á hvernig Ísland hefði getað staðið við þjóðréttarlegar skuldbindingar sínar án þess að skuldbinda þjóðina til láns?

Skilgreindu fyrir mig ofbeldi, því það er nánast móðgun við fólk sem er beitt raunverulegu ofbeldi að kalla lántökur Íslands ofbeldi.

Endilega bentu mér á sannleiksgildi orða þinna. Öll rökhugsun fólks er fokin út í veður og vind, fólk kemur með innihaldslausar fullyrðingar um hluti sem það hefur lítinn skilning á.

Að "æmta og skræmta" á Alþingi Íslendinga er lögbrot samkvæmt almennum hegningarlögum. Þegar fólkið í landinu er farið að telja það "eðlilegasta hlut í heimi" að brjóta lög landsins þá er mun meira að þjóðarsálinni heldur en nokkuri ríkisstjórn er um að kenna. 

Páll Ingi Pálsson, 8.12.2008 kl. 17:36

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Við megum aldrei líða stjórnleysi, sama hvað við teljum málstað okkar réttan.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.12.2008 kl. 20:40

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég er ansi hræddur um að bankarnir ættu erfitt með að fá fé að láni til að lána aftur út ef þeir bjóða litla sem enga vexti. Verð á leigu fjármagns lítur sömu lögmálum og annað. Það getur engin keypt á lægra verði en eihver er tilbúin til að selja viðkomandi vöru eða þjónustu á.

Sigurður M Grétarsson, 9.12.2008 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband