30.11.2008 | 15:43
Eyðið kjarnavopnum núna!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2008 | 14:23
Tilvera án ofbeldis - mennskt samfélag
... þeir tímar sem við nú lifum varpa ljósi á hversu aðstæður í heiminum eru þrungnar ofbeldi ...
Ég er ekki aðeins að vísa til hins efnislega eða líkamlega ofbeldis sem beitt er í líkamsárásum, morðum, pyntingum og stríði. Einnig er til efnahagslegt ofbeldi þar sem fólk er misnotað fjárhagslega, trúarlegt og skoðanaofbeldi þegar fólki er mismunað og það útilokað vegna skoðanna sinna. Mismunun og ofbeldi tengt litarhætti, kynþætti og þjóðerni fyrirfinnst einnig, svo og sálrænt og siðferðilegt ofbeldi.
Það er inní þennan heim sem mannverurnar fæðast, sumar á svæðum þar sem milljónir svelta til dauða á ári hverju, þar sem vatn er af skornum skammti og menntun og heilsugæsla er aðeins fyrir fáa útvalda. Og allt er þetta svona þrátt fyrir að mannkynið hafi yfir að ráða nægri tækni og nægum fjármunum til að ráða bót á þessum vanda
Það sem litar þjóðfélögin ofbeldi - er að völdin eru ekki í höndum heildarinnar heldur hefur lítill hluti hennar slegið eign sinni á heildina, undirokar hana, hlutgerir og lagt kalda hönd þagnarinnar yfir samfélagið. Þetta birtist síðan á öllum sviðum mannlífsins; á vinnustaðnum; í félagsstarfi; viðskiptum og teygir anga sína inn á heimilin með blekkingum fjölmiðlanna. Ofbeldið mengar samskipti fólks og tekur sér bólfestu í hjarta mannsins.
En hvað er til ráða? .. getum við ... get ég gert eitthvað til að breyta þessu .. er hér eftilvill um að ræða (eins og svo oft er sagt) mannlegt eðli sem ekkert fær umbreytt? - Og aðeins er hægt að hemja með reglum og refsingum?
Ég skil það þó svo að ákvörðun mín og ásetningur ráði mestu um - hvað ég geri - og það gildi einnig um aðra.
Já hvað get ég gert?
Ég þarf að byrja á að kannast við mitt eigið ofbeldi ... og taka síðan ákvörðum um að sporna gegn því; innra með mér og vinna gegn ofbeldinu í umhverfinu.
Ég kannast við yfirgang minn og ofríki gagnvart mínum nánustu .. pirring og reiði ... gagnvart skoðunum annarra og lífsstíl ..... í daglegu lifi .. en einnig gagnvart sjálfum mér ..
Og það er nauðsynlegt að ná sáttum. .... Á hinn bóginn snýst þetta ekki um fyrirgefningu, að ég fyrirgefi öðrum eða aðrir fyrirgefi mér. Ekki er heldur hægt að mæla með að gleyma misgjörðunum .. en það er nauðsynlegt að skilja hvað gerðist - og - hvers vegna - því einungis þannig næst sáttin.
Því spyr ég sjálfan mig (og það geta aðrir gert líka ef þeir vilja):
Er það nauðsynlegt vegna mín og vegna annarra að ég breyti um lífsstefnu og sporni gegn ofbeldinu í mér og í kringum mig .. að ég hætti að umbera ofbeldið. Mig langar til að skilja þetta ...og ég hugsa um fólkið sem mér þykir vænt um, komandi kynslóðir og þá sem hér og annarstaðar sjá enga leið út úr ógöngunum; þá sem eru fórnarlömb þessa ómennska kerfis. .....
Og hjá mér vaknar löngun,.. já .. ég hlakka til að sjá þennan nýja heim sem við byrjum að skapa nú, þegar við tökum örlögin okkar í eigin hendur og beitum okkar bestu eiginleikum í þágu þessa göfuga málstaðar - að skapa þjóðfélag án ofbeldis með baráttu án ofbeldis.
Í hógværu starfi með öðrum við að tengja uppá nýtt þjóðfélagsvefinn og skapa mennskt þjóðfélag vex trúin á sjálfan mig, á aðra og á framtíð sem ég þrái svo heitt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2008 | 15:45
Hvernig endurreisn?
Það er auðvitað góð hugmynd að nota lífeyrissjóðina til endurreisnar. En hvernig endurreisn eru verkalýðsforkólfarnir að tala um? Er verið að tala um að endurreisa allt í sama farinu .. semsé að lána fé lífeyrissjóðanna í fyrirtæki þar sem starfsfólkið hefur akkúrat engin völd? ..
Nú hefur gert vart við sig hjá þjóðinni sterk þrá eftir raunverulegu lýðræði .. að það sé ekki aðeins lítill minnihluti þjóðfélagsins sem hefur öll völd og ráðskast með og undirokar þjóðina, heldur að þjóðfélagið verði mennskt og þar ríki raunverulegt lýðræði. Á vinnustöðunum - fyrirtækjunum er ekkert lýðræði .. þ.e. starfsfólkið ræður engu sem máli skiptir .. fyrirtækið er ólýðræðislegt fyrirbæri eins og það er víðast hvar. Svokallaðir eigendur hafa öll völd jafnvel þótt þeir séu með allt fyrirtækið í skuld og beri persónulega enga ábyrgð á fyrirtækinu.
Framleiðsluþættirnir (þ.e. það sem til þarf að setja á stofn og reka fyrirtæki) eru í aðalatriðum aðeins tveir; Fjármagn og vinna. Þeir sem ráða fjármagninu, jafnvel þótt það sé allt í skuld hafa öll völd í fyrirtækinu. Þeir sem leggja fram vinnu sína hafa engin völd. Sá sem ræður fjármagninu tekur ákvarðanir um framleiðsluna, launa og arðgreiðslur, framleiðslu og fjárfestingar, hvað gert er við ágóðann af fyrirtækinu. Hann tekur oft á tíðum ákvarðanir um að ráðstafa hagnaðinum sem fjárfestingu í óskyldum rekstri eða á hlutabréfamarkaði. Fjármagns"eigandinn" getur hlutað í sundur fyrirtækið og selt til að hagnast sjálfur. Starfsmaðurinn hefur ekki nein völd yfir því sem hér hefur verið nefnt og hann getur misst vinnuna sem afleiðingu af ákvörðunum hins fyrrnefnda.
Hvernig má þetta vera? .. báðir framleiðsluþættir eru amk jafn mikilvægir frá sjónarmiði rekstrarins .. Á sama hátt og ekki er hægt að koma á fót atvinnustarfsemi án lágmarks fjármagns þá mun ekkert gerast án vinnuframlagsins. Hvernig stendur á þessu ójafnvægi? .. ósanngirni? Jú þetta hefur verið réttlætt með því að "eigandinn" taki áhættu - að hann geti tapað því fjármagni sem hann leggur til fyrirtækisins. En hvernig er það tekur ekki starfsmaðurinn neina áhættu sem starfar í fyrirtækinu og byggir upp sitt líf .. eignast fjölskyldu .. elur upp börn og kemur til mennta kaupir sér íbúð og bíl sem hann þarf að greiða .. og svo einn góðan veðurdag er honum bara sagt upp á nokkurra umræðna .. hefur hann ekki tekið áhættu með því að vinna hjá þessu fyrirtæki. Það er eitthvað skakkt við þessa röksemdafærslu og satt að segja ekki mönnum sæmandi að starfa við skilyrði þar sem ekki er til staðar neitt lýðræði .. en allt þetta er sagt vegna þess að lífeyrisjóðirnir - eign vinnandi fólks ætti ekki að nota til að viðhalda þessu ólýðræðislega, ósanngjarna og ómennska kerfi! heldur ættu starfsmenn sem eru félagar í stéttarfélögunum sem hafa yfir sjóðunum að ráða, að setja skilyrði um raunverulegt atvinnulýðræði í þeim félögum sem fá stuðning endurreisnarsjóðsins.
Ég tek fram að ekki er verið að mæla með að fyrirtækin séu tekin eingarnámi, það er ekki góð reynsla af því :)
![]() |
Endurreisnarsjóður í bígerð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.11.2008 kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)