Til hvers eru lífeyrissjóðirnir?

 

Hversvegna eru stéttarfélögin með lífeyrissjóði?

Lífeyrissjóðirnir eru stærstu fjármagnseigendur landsins og þurfa sífellt að leitast við að hafa góða ávöxtun svo féð rýrni ekki. Þetta hefur gengið misvel og dæmi eru um litla lífeyrissjóði sem hafa rýrnað mikið og hafa þessvegna þurft að skera niður lífeyrisgreiðslur (elli og örorkulífeyri) til félaga sinna.

Nú hafa lífeyrissjóðirnir tapað stórfé í hruni bankakerfisins og munu neyðast til að lækka lífeyrisgreiðslur almennt. Væri ekki réttara að samfélagið sem heild taki ábyrgð á að sjá fólki farborða sem vegna aldurs eða heilsubrests hættir að hafa tekjur. Verkalýðsformenn sem sífellt þurfa að vera að funda með fjárfestum og bankamönnum og ráðslaga um fjármagn hætta að sinna baráttu fyrir betri launum og aðaláhugamál þeirra verða aukaatriði svo sem orlofsbústaðir.


Bloggfærslur 3. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband