Ást, samkennd og tilvera án ofbeldis :)

Ég horfði á Bíbí hjá Evu Maríu í gærkvöldi og sagði Eldu minni að Bíbí hefði verið í fyrsta sæti á framboðslista hjá Húmanistaflokknum á Austurlandi fyrir nokkrum árum. Þau hjónin skutu yfir mig skjólshúsi á Reyðarfirði þar sem þau bjuggu og ég varð sannarlega var við að síminn hringdi oft hjá Bíbí og var það þá fólk sem leitaði til hennar með hjálp í vandræðum sínum. Bíbí er mjög sérstök manneskja og góð og þegar ég sagði Eldu að hún sagði í lokin að það sem skipti mestu máli væri ást og samkennd þá sagð Elda; það er alveg rétt hjá henni.  Auðvitað tek ég líka undir þetta. 

Á eftir spurði Elda mig um eitthvað .. en ég brást illa við (ofbeldi .. þó ekki líkamlegt :) ), nennti ekki að útskýra fyrir henni eitthvað sem ég skildi en hún ekki .. vegna ólíkrar menningar og tungumáls.  Fór að hugsa hvort þetta væri ekki eitthvað líkt því þegar Geir og Ingibjörg og hitt liðið nenna ekki að setja okkur inní hvernig málin standa hjá  þjóðinni og bregðast illa við þegar þau gleyma sér og kalla okkur skríl og segja að við séum ekki þjóðin.  

Ég má til að standa við það sem ég sagði á málþinginu á 22. nóv. :  „Ég þarf að byrja á að kannast við mitt eigið ofbeldi  ... og taka síðan ákvörðum um að sporna gegn því; innra með mér og   vinna gegn ofbeldinu  í umhverfinu.“    Já þannig er það .. ég kannast við hjá mér þetta sama ofbeldi sem að "stjórnvöld"  "elítan" beitir mig .. okkur.  Ég trúi því að eftir því sem mér / okkur tekst að sigrast á yfirganginum og fantaskapnum hjá mér, þeim mun betur muni ganga að sigrast á ofbeldi stjórnvalda.  Þetta gerist auðvitað ekki á augabragði og við ættum sannarlega ekki að bíða með hina pólitísku baráttu þangað til við erum búin að sigrast á eigin ofbeldi en ég get allavega hætt að réttlæta eigið ofbeldi og orðið mér meðvitaður um hvernig þessum hlutum er háttað hjá mér. 

Ég er sammála Bíbí Ólafs um að ást og samkennd skiptir mestu máli, en við þurfum líka að skilja og skilgreina okkar aðstæður til að geta skapað eitthvað nýtt. Mér finnst það rökrétt að við séum öll tengd og í innra heimi okkar býr allt þetta sem er og hefur verið.  Framkoma stjórnvald hefur eitthvað að gera með hvernig við erum og höfum verið þannig að ef við viljum breytingar  .. þá verðum við að breytast líka. Það er góð byrjun að verða virkur, tjá sig og hlusta á aðra og láta til sín taka. Tökum málin í okkar hendur og mótum framtíðina eftir okkar þörfum sem manneskja.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband