Hvernig endurreisn?

vegna fjölda áskorana birti ég þessa grein aftur  Wink

Hvernig endurreisn?

Í undirbúningi er að stofna endurreisnarsjóð með þátttöku lífeyrissjóðanna. Auðvitað er það góð hugmynd að nota lífeyrissjóðina til endurreisnar. En hvernig endurreisn eru verkalýðsforkólfarnir að tala um?  Er verið að tala um að endurreisa allt í sama farinu - semsé að lána fé lífeyrissjóðanna í fyrirtæki þar sem starfsfólkið hefur akkúrat engin völd? 

Í fyrirtækjunum er ekki lýðræði

Nú hefur gert vart við sig hjá þjóðinni sterk þrá eftir raunverulegu lýðræði .. að það sé ekki aðeins lítill minnihluti þjóðfélagsins sem hefur öll völd og ráðskast með og undirokar þjóðina, heldur að þjóðfélagið verði mennskt og þar ríki raunverulegt lýðræði. Á vinnustöðunum - fyrirtækjunum er ekkert lýðræði .. þ.e. starfsfólkið ræður engu sem máli skiptir .. fyrirtækið er ólýðræðislegt fyrirbæri eins og það er víðast hvar.  Svokallaðir eigendur hafa öll völd jafnvel þótt þeir séu með allt fyrirtækið í skuld og beri persónulega enga ábyrgð á fyrirtækinu.

Ójafnvægi milli fjármagns og vinnu

Framleiðsluþættirnir (þ.e. það sem til þarf að setja á stofn og reka fyrirtæki) eru í aðalatriðum aðeins tveir; Fjármagn og vinna.  Þeir sem ráða fjármagninu, jafnvel þótt það sé allt í skuld hafa öll völd í fyrirtækinu. Þeir sem leggja fram vinnu sína hafa engin völd. Sá sem ræður fjármagninu tekur ákvarðanir um framleiðsluna, launa og arðgreiðslur, framleiðslu og fjárfestingar, hvað gert er við ágóðann af fyrirtækinu. Hann tekur oft á tíðum ákvarðanir um að ráðstafa hagnaðinum sem fjárfestingu í óskyldum rekstri eða á hlutabréfamarkaði. Fjármagns"eigandinn" getur hlutað í sundur fyrirtækið og selt til að hagnast sjálfur. Starfsmaðurinn hefur ekki nein völd yfir því sem hér hefur verið nefnt og hann getur misst vinnuna sem afleiðingu af ákvörðunum hins fyrrnefnda. 

Áhætta starfsmannsins

Hvernig má þetta vera?  .. báðir framleiðsluþættir eru amk jafn mikilvægir frá sjónarmiði rekstrarins .. Á sama hátt og ekki er hægt að koma á fót atvinnustarfsemi án lágmarks fjármagns þá mun ekkert gerast án vinnuframlagsins.  Hvernig stendur á þessu ójafnvægi?  ..  ósanngirni?  Jú þetta hefur verið réttlætt með því að "eigandinn" taki áhættu  - að hann geti tapað því fjármagni sem hann leggur til fyrirtækisins. En hvernig er það tekur ekki starfsmaðurinn neina áhættu sem starfar í fyrirtækinu og byggir upp sitt líf .. eignast fjölskyldu .. elur upp börn og kemur til mennta kaupir sér íbúð og bíl sem hann þarf að greiða  .. og svo einn góðan veðurdag er honum bara sagt upp á nokkurra umræðna .. hefur hann ekki tekið áhættu með því að vinna hjá þessu fyrirtæki.  Það er eitthvað skakkt við þessa röksemdafærslu og satt að segja ekki mönnum sæmandi að starfa við skilyrði þar sem ekki er til staðar neitt lýðræði    .. en allt þetta er sagt vegna þess að lífeyrisjóðirnir - eign vinnandi fólks ætti ekki að nota til að viðhalda þessu ólýðræðislega, ósanngjarna og ómennska kerfi! heldur ættu starfsmenn sem eru félagar í stéttarfélögunum sem hafa yfir sjóðunum að ráða, að setja skilyrði um raunverulegt atvinnulýðræði í þeim félögum sem fá stuðning endurreisnarsjóðsins.

Tekið skal fram til að forða misskilningi að hér er ekki verið að mæla með að taka fyrirtækin eignarnámi heldur einungis verið að benda á ójafnvægið sem ríkir milli vinnuframlags og fjármagns.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Ólafsson

Þakka þér fyrir, Dúi, þetta eru orð í tíma töluð.

Einar Ólafsson, 11.12.2008 kl. 22:41

2 Smámynd: Gerður Pálma

Áhugaverð lesning, einmitt þetta system er það sem er að velta efnahagskerfum heimsins á hvolf sem er í sjálfu sér mjög gott mál, þótt sárt sé, því nú loksins VERDA að koma breytingar.  Til þess að eðlileg launastefna skapist innan fyrirtækja þarf það að stefna fyrirtækisins að vera sett í upphafi, þannig að þegar ráðið er í störf sé þessi þáttur mikilvægur hluti samnings, og starfsfólk vitandi um framtíðarvæntingar.  Í Bandaríkjunum eru starfslaun yfirmanna allt að 700 sinnum hærri en hins almenna launþega í sama fyrirtæki. Á Íslandi hefur þessi græðgisstefna verið dýrkuð sem hin eina og sanna. Listi nefnda og hliðarstarfa er ótrúlega langur sem segir að viðkomandi nefndarmaður, ráðgjafi, forstjóri, faðir, sportidiot, húsbóndi og allt annað hljóti að vera á  sérsamning við Guð með að minnsta kosti 150 klukkustundir á dag til þess að geta sinnt öllum þessum ábyrgðarstöðum sæmilega. Það er deginum ljósara að þessi launamunur er tilbúin á pappírum og hefur ekkert með ábyrgð að gera þar sem oftast er um hlutafélög að ræða og arði úthlutað til hluthafa en ekki inná við til launþega.  Óróinn sem nú brýst út um allan heim er afleiðing þessa óréttlætis sem nú verður að verða skynsamlega lagað, allir verða að vinna saman að markmiðum hagsældar, launamunur er eðlilegur, en ekki í þessum mæli. Það er mjög margt i gangi í dag sem bendir til að þarna komi jákvæðar breytingar. 

Gerður Pálma, 11.12.2008 kl. 23:05

3 Smámynd: Methúsalem Þórisson

Já Nonni, samvinnufélög eru meira í áttina að því að skapa vinnuumhverfi samborið mannlegri reisn. allavega að fólk vinni saman á jafnréttisgrundvelli og geti haft raunveruleg áhrif á stefnu "fyrirtækisins" , ákvarðanir um framleiðslu, hvernig hagnaði er ráðstafað. Tilhneygingin hefur verið víða sú að hagnaður hefur farið í fjárfestingar utan rekstrarins í stað þess að styrkja fyrirtækin og bæta. Í stað uppsagna má skapa nýja hluti innan sama fyrirtækisins eða til hliðar við það. Einnig er hægt að stytta vinnutíma í stað þess að segja fólki upp vinnunni. Já Gerður það er margt í gangi og ef nógu margir vilja það koma fram jákvæðar breytingar. Og það er líka nauðsynlegt að leitast við að gefa breytingunum jákvæða stefnu, að láta ekki ofbeldi og reiði ná yfirhöndinni. Ofbeldið grasserar en við þurfum að halda í gagnstæða átt .. til friðar og tilveru án ofbeldis. Hernaðarmaskínan vill sitt en við megum til að gera það sem í okkar valdi stendur til þess að ekki verði farið að "bæta efnahaginn" með því að fóðra hana.  sjá www.heimsganga.is

Methúsalem Þórisson, 12.12.2008 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband