19.12.2008 | 18:45
Kynning á Heimsgöngu í þágu friðar og tilveru án ofbeldis
Húmanistahreyfingin og Miðstöð menninga bjóða til opins fundar sunnudaginn 21. desember. kl. 15.30 á Café Cultura, Hverfisgötu 18 (beint á móti Þjóðleikhúsinu).
Á fundinum verður Heimsgangan í þágu friðar og tilveru án ofbeldis kynnt en um hana má lesa nánar á slóðinni: www.heimsganga.is . Heimsgangan er krafa um afnám kjarnavopna en með henni er einnig styrjöldum hafnað sem lausn á deilum þjóða. Gangan er jafnframt ósk um tilveru án ofbeldis hvort sem það birtist sem efnahagslegt ofbeldi, kynþáttaofbeldi, kynjaofbeldi, túarofbeldi eða hvers kyns andlegt eða sálrænt ofbeldi.
Ég hvet ykkur til að líta við á Café Cultura og taka þátt í hugarflugi og umræðum um það hvernig við á Íslandi getum lagt okkar fram til þessarar spennandi göngu. Hugmyndin er að virkja sem flest samtök, hópa og einstaklinga með sitt skapandi framlag. Á fundinum flytur hópurinn Miss Mount frumsamið efni í tilefni Heimsgöngunnar.
Hlýjar kveðjur
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.