19.12.2008 | 18:41
Heimsgangan í þágu friðar og tilveru án ofbeldis í NYC
16.12.2008 | 16:49
Og nú að allt öðru: Jólakveðjur frá Café Haiti
11.12.2008 | 16:13
Hvernig endurreisn?
vegna fjölda áskorana birti ég þessa grein aftur
Hvernig endurreisn?
Í undirbúningi er að stofna endurreisnarsjóð með þátttöku lífeyrissjóðanna. Auðvitað er það góð hugmynd að nota lífeyrissjóðina til endurreisnar. En hvernig endurreisn eru verkalýðsforkólfarnir að tala um? Er verið að tala um að endurreisa allt í sama farinu - semsé að lána fé lífeyrissjóðanna í fyrirtæki þar sem starfsfólkið hefur akkúrat engin völd?
Í fyrirtækjunum er ekki lýðræði
Nú hefur gert vart við sig hjá þjóðinni sterk þrá eftir raunverulegu lýðræði .. að það sé ekki aðeins lítill minnihluti þjóðfélagsins sem hefur öll völd og ráðskast með og undirokar þjóðina, heldur að þjóðfélagið verði mennskt og þar ríki raunverulegt lýðræði. Á vinnustöðunum - fyrirtækjunum er ekkert lýðræði .. þ.e. starfsfólkið ræður engu sem máli skiptir .. fyrirtækið er ólýðræðislegt fyrirbæri eins og það er víðast hvar. Svokallaðir eigendur hafa öll völd jafnvel þótt þeir séu með allt fyrirtækið í skuld og beri persónulega enga ábyrgð á fyrirtækinu.
Ójafnvægi milli fjármagns og vinnu
Framleiðsluþættirnir (þ.e. það sem til þarf að setja á stofn og reka fyrirtæki) eru í aðalatriðum aðeins tveir; Fjármagn og vinna. Þeir sem ráða fjármagninu, jafnvel þótt það sé allt í skuld hafa öll völd í fyrirtækinu. Þeir sem leggja fram vinnu sína hafa engin völd. Sá sem ræður fjármagninu tekur ákvarðanir um framleiðsluna, launa og arðgreiðslur, framleiðslu og fjárfestingar, hvað gert er við ágóðann af fyrirtækinu. Hann tekur oft á tíðum ákvarðanir um að ráðstafa hagnaðinum sem fjárfestingu í óskyldum rekstri eða á hlutabréfamarkaði. Fjármagns"eigandinn" getur hlutað í sundur fyrirtækið og selt til að hagnast sjálfur. Starfsmaðurinn hefur ekki nein völd yfir því sem hér hefur verið nefnt og hann getur misst vinnuna sem afleiðingu af ákvörðunum hins fyrrnefnda.
Áhætta starfsmannsins
Hvernig má þetta vera? .. báðir framleiðsluþættir eru amk jafn mikilvægir frá sjónarmiði rekstrarins .. Á sama hátt og ekki er hægt að koma á fót atvinnustarfsemi án lágmarks fjármagns þá mun ekkert gerast án vinnuframlagsins. Hvernig stendur á þessu ójafnvægi? .. ósanngirni? Jú þetta hefur verið réttlætt með því að "eigandinn" taki áhættu - að hann geti tapað því fjármagni sem hann leggur til fyrirtækisins. En hvernig er það tekur ekki starfsmaðurinn neina áhættu sem starfar í fyrirtækinu og byggir upp sitt líf .. eignast fjölskyldu .. elur upp börn og kemur til mennta kaupir sér íbúð og bíl sem hann þarf að greiða .. og svo einn góðan veðurdag er honum bara sagt upp á nokkurra umræðna .. hefur hann ekki tekið áhættu með því að vinna hjá þessu fyrirtæki. Það er eitthvað skakkt við þessa röksemdafærslu og satt að segja ekki mönnum sæmandi að starfa við skilyrði þar sem ekki er til staðar neitt lýðræði .. en allt þetta er sagt vegna þess að lífeyrisjóðirnir - eign vinnandi fólks ætti ekki að nota til að viðhalda þessu ólýðræðislega, ósanngjarna og ómennska kerfi! heldur ættu starfsmenn sem eru félagar í stéttarfélögunum sem hafa yfir sjóðunum að ráða, að setja skilyrði um raunverulegt atvinnulýðræði í þeim félögum sem fá stuðning endurreisnarsjóðsins.
Tekið skal fram til að forða misskilningi að hér er ekki verið að mæla með að taka fyrirtækin eignarnámi heldur einungis verið að benda á ójafnvægið sem ríkir milli vinnuframlags og fjármagns.
9.12.2008 | 15:17
Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis
Til að það megi heyrast þegar milljónir friðelskandi karla og kvenna kalla eftir að bundinn verði endir á stríð og allt ofbeldi.
Heimsgangan mun hefjast á Nýja Sjálandi 2. október 2009, á afmælisdegi Gandi sem hefur verið tilnefndur af Sameinuðu þjóðunum sem Alþjóðlegur dagur tilveru án ofbeldis. Henni mun ljúka í Andesfjöllum (Punta de Vacas, Aconcagua, Argentínu) þann 2. janúar 2010.
Gangan mun standa yfir í 90 daga, þrjá langa mánuði á ferð. Hún mun fara í gegnum allar árstíðir og mismunandi loftslag, allt frá heitu sumri hitabeltisins og eyðimarka til vetrarins í Síberíu.
Þetta er í fyrsta sinn gengið er umhverfis Jörðina til að hvetja til að bundinn verði endir á stríð, að kjarnavopnum verði eytt og öllu ofbeldi, hvernig sem það birtist, verði útrýmt.
Tilgangur göngunnar eru að:
Ná fram útrýmingu kjarnavopna; hlutfallslega og stöðugt meiri fækkun annarra vopna; undirritun samninga milli þjóða um að ráðast ekki gegn öðrum; og að ríkisstjórnir hafni stríði sem aðferð við að leysa ágreining.
Viðurkenna og hefja til vegs og virðingar bestu eiginleika ólíkra menningarsamfélaga og þjóða Jarðarinnar.
Sameina vilja fólks allsstaðar til að binda endi á þá plágu sem stríð eru.
Skapa alþjóðlega félagslega vitund sem fordæmir allt ofbeldi hvernig sem það birtist (líkamlegt, sálrænt, byggt á kynþætti, trúarbrögðum, efnahagslegt, kynferðislegt), sem er svo útbreitt og viðurkennt í þjóðfélögum hvarvetna.
Alþjóðleg vitund sem fordæmir allt ofbeldi
Heimsgangan í tölum
Álfur: 6
Lönd: 90
Vegalengd: 160.000 kílometrar
Tímalengd: 90 dagar
Flutningar: 40 lestarferðir (þmt. Síberíuhraðlestin), 100 ferðir á landi (fjórhjóladrif, langferðabifreið, bifreið, mótorhjól, reiðhjól osfrv.) þ.m.t. leiðirnar frá París til Dakar og frá Norður- til Suður-Ameríku um Andes fjallgarðinn, 14 flugferðir, 25 ferðir á sjó (skip, prammar, barkarbátar osfrv.)
Loftslag:
Gangan mun fara um allar tegundir loftslags, frá mildu og tempruðu fara um Miðjarðarhafsloftslag, meginlands- og hitabeltissvæði til heimskautasvæða. Frá túndrum Síberíu til eyðimerkur Sahara og Atacama eyðimerkurinnar (sú þurrasta í heimi) til Suðurheimskautsins.
Árstíðir:
Á 90 dögum mun gangan fara tvisvar um allar fjórar árstíðirnar.
Hæð yfir sjávarmáli:
Á meðan að göngunni stendur mun hún komast í 5000 metra yfir sjávarmál.
Kjarnahópur:
50 manns.
Það verður farið 160 sinnum yfir landamæri.
Stofnanir sem standa að göngunni: 500
Stofnanir sem styðja og verða í samstarfi: 3000
Heimsóknir til ríkisstjórna og pólitískra fulltrúa: 100
Andlegar miðstöðvar: 25
Þátttakendur í ferðinni: 1 milljón
Þátttakendur (virtual) 10 milljónir (þátttakendur alls?)
Ameríka:
Argentína, Bólivía, Brasilía, Kanada, Síle, Kólumbía, Kosta Ríka, Dóminíska Lýðveldið, Ekvador, El Salvador, Gvatemala, Haítí, Hondúras, Mexikó, Níkaragva, Panama, Paragvæ, Perú, Bandaríki Norður Ameríku, Venesúela.
Suðurskautslandið
Evrópa:
Austurríki, Belgía, Bosnía og Hersegóvína, Hvíta Rússland, Króatía, Tékkland, Danmörk, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Gíbraltar, Grikkland, Holland, Ungverjaland, Ísland, Ítalía, Lúxembúrg, Pólland, Portúgal, Rússneska ríkjasambandið, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tyrkland, Bretland.
Afríka:
Alsír, Benín, Búrkína Fasó, Egyptaland, Gambía, Gana, Gínea-Bissá, Gínea-Konakry, Fílabeinsströndin, Malí, Máritanía, Marokkó, Mósambík, Senegal, Tógó, Vestur Sahara.
Meginland Asíu:
Bangladess, Kína, Indland, Ísrael, Mongólía, Nepal, Norður Kórea, Pakistan, Rússneska ríkjasambandið, Suður Kórea, Tyrkland.
Kyrrahafssvæðið og Austur Asía:
Ástralía, Japan, Nýja Sjáland, Papúa-Nýja Gínea, Filippseyjar.
Hvers vegna?
Vegna þess að við getum bundið enda á hungrið í heiminum með einungis 10% af því sem eytt er í vopn. Ímyndaðu þér hvernig lífið yrði ef 30-50% af hernaðarútgjöldum færi til að bæta líf fólks í stað þess að nota það til að eyðileggja.
Vegna þess að með því að útrýma stríði og ofbeldi segjum við skilið við forsögu mannsins og tökum risastórt skref fram á við í þróun tegundar okkar.
Vegna þess að með okkur í för eru raddir þeirra fjölmörgu stríðshrjáðu kynslóða sem gengu á undan okkur. Bergmál radda þeirra heyrist enn um allan heim, þar sem stríðsátök skilja eftir sig hörmuleg ummerki látinna, týndra, örkumla og hrakinna.
Vegna þess að heimur án stríðs er hugsýn sem opnar okkur framtíð og leitast við að verða að veruleika í öllum heimshornum, þegar ofbeldið hörfar fyrir samræðum.
Nú er runnin upp sú stund þegar þeir sem enga rödd eiga munu heyrast! Vegna sárrar og brýnnar þarfar hrópa milljónir mannvera eftir að bundinn verði endir á stríð og ofbeldi.
Við getum komið þessu í kring með því að sameina alla krafta friðarstefnu og virkrar baráttu án ofbeldis um allan heim.
Hvenær?
Heimsgangan mun hefjast á Nýja Sjálandi 2. október 2009, á afmælisdegi Gandi sem hefur verið tilnefndur af Sameinuðu þjóðunum sem Alþjóðlegur dagur tilveru án ofbeldis. Henni mun ljúka í Andesfjöllum (Punta de Vacas, Aconcagua, Argentínu) þann 2. janúar 2010.
Gangan mun standa yfir í 90 daga, þrjá langa mánuði á ferð. Hún mun fara í gegnum allar árstíðir og mismunandi loftslag, allt frá heitu sumri hitabeltisins og eyðimarka til vetrarins í Síberíu.
Hverjir taka þátt?
Göngunni er komið af stað af samtökunum Heimur án stríðs sem eru alþjóðleg og hafa starfað í 15 ár að friðarmálum og andófi gegn ofbeldi.
Heimsgangan verður hins vegar byggð upp og þróuð af öllum. Hún verður opin öllum manneskjum, samtökum, samstarfsaðilum, hópum, pólitískum flokkum og fyrirtækjum, sem deila sömu þrá og næmni. Þetta verkefni útilokar engan. Þvert á móti er þetta ferðalag sem mun eflast jafnt og þétt eftir því sem margvíslegt frumkvæði kemur til sögunnar.
Þannig er þetta opið boð til allra um frjálsa þátttöku. Þannig getur fólk hvert á sínum stað lagt göngunni til með sinni sköpunargleði í stórkostlegri samlegð fjölbreyttra aðgerða.
Það er rúm fyrir allt sem ímyndunaraflið er fært um að skapa.
Leiðir til þátttöku eru margvíslegir og fjölbreyttar, meðal annars að taka þátt í göngunni í sýndarheimi internetsins.
Þetta er ganga með fólki og fyrir fólk og vonir standa til þess að hún nái til flestra íbúa heimsins. Af þessum ástæðum biðjum við alla fjölmiðla að láta boð ganga um þetta ferðalag kringum heiminn í þágu friðar og tilveru án ofbeldis.
Hvað mun gerast?
Í sérhverri borg sem gangan heimsækir munu íbúar staðarins og ýmsir hópar skipuleggja málþing, fundi, ráðstefnur og atburði (t.d. menningarlega og á sviði tónlistar og annarra listforma sem og menntunar) allt eftir þeirra eigin skapandi framtaki.
Nú þegar hafa ýmsir einstaklingar og samtök hrundið af stað ótal verkefnum.
Hvert er takmark okkar?
Að fordæma hið hættulega ástand í heiminum, ástand sem færir okkur nær og nær kjarnorkustríði sem yrði mestu ófarir mannlegrar sögu blindgata.
Að vera rödd meiri hluta borgara heimsins sem vilja frið. Jafnvel þótt meiri hluti mannkyns sé á móti vopnakapphlaupinu sendum við ekki frá okkur sameiginleg skilaboð. Þess í stað látum við stjórnast af valdamiklum minnihluta og það veldur okkur þjáningum. Það er kominn tími til þess að við stöndum saman og sýnum andstöðu okkar.
Gakktu í lið með fjölda annarra til þess að gefa skýrt merki og þá hlýtur rödd þín að heyrast!
Að ná fram takmarkinu um útrýmingu kjarnavopna; hlutfallslega og stöðugt meiri fækkun annarra vopna; undirritun samninga þjóða í milli um að hverfa frá árásarstefnu; og höfnun ríkisstjórna á stríði sem aðferð til að leysa ágreining.
Að draga fram í dagsljósið margar aðrar birtingarmyndir ofbeldis (menningarlegt, kynþáttalegt, kynbundið, trúarlegt...) sem í dag eru huldar og dulbúnar af ofbeldisöflunum; og láta öllum þeim sem þjást af slíku ofbeldi í té vettvang til þess að láta í sér heyra.
Að skapa vitund á heimsvísu, eins og gerst hefur í umhverfismálum, um hina knýjandi þörf á að fordæma allar tegundir ofbeldis og koma á raunverulegum friði.
Skipulagt af: Heimur án stríðsog án ofbeldis
Alþjóðleg samhæfing: Rafael de la Rubia
Alþjóðlega: www.mundosinguerras.org
Ísland: www.heimsganga.is
Argentína: www.mundosinguerras.net
Síle: www.mundosinquerras.cl
B.N.A.: www.worldwithoutwars.net
Ekvador: www.mundosinquerras.ec
Spánn: www.mundosinquerras.es
Frakkland: www.mondesansguerres.hautetfort.com
Grikkland: www.kosmosxorispolemous.gr
Ítalía: www.mondosenzaguerre.org
Rússland: www.humanismo.narod.ru_uacct ="UA-269300-6"; urchinTracker();
8.12.2008 | 21:09
Betra Ísland
Til að skapa betra Ísland þurfum við að efla lýðræðið, ekki síst á vinnustöðunum. Lítum til dæmis á allar uppsagnirnar. Í mörgum tilfellum hefði mátt ráðgast við starfsmennina og finna lausnir svo sem styttingu vinnutímans. Ef lýðræði ríkti innan fyrirtækjanna þá mætti hugsa sér að uppsagnir mundu ekki lýðast heldur yrði komið á fót nýrri starfsemi ("sprotastarfsemi") innan eða til hliðar við fyrirtækið. Hagsmunir starfsmanna ættu amk að vera metnir jafn mikilvægir og hagsmunir "eigenda".http://betraisland.eyjan.is/
8.12.2008 | 16:58
Ekki lái ég unga fólkinu þótt það sýni ekki ýtrustu kurteisi
Mér segir svo hugur um að margir styðji unga fókið sem lét til sín taka á þingpöllunum í dag. Ríkisstjórnin er að veðsetja framtíð okkar og situr sem fastast. Embættismenn, stjórnmálamenn, bankamenn og endurskoðendur eru að rannsaka eigið svindl. Hvernig er hægt að sitja þegjandi undir þessu. Svo ætla þau að afhenda útlendingum bankana. Sumir halda að það sé allra meina bót að fá útlenda banka, ganga í Evrópusambandið eða fá sterka foringja til að leiða okkur sauðina. Við ættum heldur að hysja upp um okkur og taka málin í eigin hendur.
Bankastarfsemi ætti að snúast um þjónustu við almenning, vera svona nokkurskonar peningaveita. Innlán og útlán - og vextir ættu að vera o til 1% og kostnaður greiðast með þjónustugjöldum. Dráttarvexti ætti að leggja af og spákaupmennska og okur á ekkert erindi í bankaþjónustuna.
Þingfundur hafinn á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2008 | 11:35
Til hvers eru lífeyrissjóðirnir?
Hversvegna eru stéttarfélögin með lífeyrissjóði?
Lífeyrissjóðirnir eru stærstu fjármagnseigendur landsins og þurfa sífellt að leitast við að hafa góða ávöxtun svo féð rýrni ekki. Þetta hefur gengið misvel og dæmi eru um litla lífeyrissjóði sem hafa rýrnað mikið og hafa þessvegna þurft að skera niður lífeyrisgreiðslur (elli og örorkulífeyri) til félaga sinna.
Nú hafa lífeyrissjóðirnir tapað stórfé í hruni bankakerfisins og munu neyðast til að lækka lífeyrisgreiðslur almennt. Væri ekki réttara að samfélagið sem heild taki ábyrgð á að sjá fólki farborða sem vegna aldurs eða heilsubrests hættir að hafa tekjur. Verkalýðsformenn sem sífellt þurfa að vera að funda með fjárfestum og bankamönnum og ráðslaga um fjármagn hætta að sinna baráttu fyrir betri launum og aðaláhugamál þeirra verða aukaatriði svo sem orlofsbústaðir.
1.12.2008 | 12:00
Ást, samkennd og tilvera án ofbeldis :)
Ég horfði á Bíbí hjá Evu Maríu í gærkvöldi og sagði Eldu minni að Bíbí hefði verið í fyrsta sæti á framboðslista hjá Húmanistaflokknum á Austurlandi fyrir nokkrum árum. Þau hjónin skutu yfir mig skjólshúsi á Reyðarfirði þar sem þau bjuggu og ég varð sannarlega var við að síminn hringdi oft hjá Bíbí og var það þá fólk sem leitaði til hennar með hjálp í vandræðum sínum. Bíbí er mjög sérstök manneskja og góð og þegar ég sagði Eldu að hún sagði í lokin að það sem skipti mestu máli væri ást og samkennd þá sagð Elda; það er alveg rétt hjá henni. Auðvitað tek ég líka undir þetta.
Á eftir spurði Elda mig um eitthvað .. en ég brást illa við (ofbeldi .. þó ekki líkamlegt :) ), nennti ekki að útskýra fyrir henni eitthvað sem ég skildi en hún ekki .. vegna ólíkrar menningar og tungumáls. Fór að hugsa hvort þetta væri ekki eitthvað líkt því þegar Geir og Ingibjörg og hitt liðið nenna ekki að setja okkur inní hvernig málin standa hjá þjóðinni og bregðast illa við þegar þau gleyma sér og kalla okkur skríl og segja að við séum ekki þjóðin.
Ég má til að standa við það sem ég sagði á málþinginu á 22. nóv. : Ég þarf að byrja á að kannast við mitt eigið ofbeldi ... og taka síðan ákvörðum um að sporna gegn því; innra með mér og vinna gegn ofbeldinu í umhverfinu. Já þannig er það .. ég kannast við hjá mér þetta sama ofbeldi sem að "stjórnvöld" "elítan" beitir mig .. okkur. Ég trúi því að eftir því sem mér / okkur tekst að sigrast á yfirganginum og fantaskapnum hjá mér, þeim mun betur muni ganga að sigrast á ofbeldi stjórnvalda. Þetta gerist auðvitað ekki á augabragði og við ættum sannarlega ekki að bíða með hina pólitísku baráttu þangað til við erum búin að sigrast á eigin ofbeldi en ég get allavega hætt að réttlæta eigið ofbeldi og orðið mér meðvitaður um hvernig þessum hlutum er háttað hjá mér.
Ég er sammála Bíbí Ólafs um að ást og samkennd skiptir mestu máli, en við þurfum líka að skilja og skilgreina okkar aðstæður til að geta skapað eitthvað nýtt. Mér finnst það rökrétt að við séum öll tengd og í innra heimi okkar býr allt þetta sem er og hefur verið. Framkoma stjórnvald hefur eitthvað að gera með hvernig við erum og höfum verið þannig að ef við viljum breytingar .. þá verðum við að breytast líka. Það er góð byrjun að verða virkur, tjá sig og hlusta á aðra og láta til sín taka. Tökum málin í okkar hendur og mótum framtíðina eftir okkar þörfum sem manneskja.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2008 | 15:43
Eyðið kjarnavopnum núna!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2008 | 14:23
Tilvera án ofbeldis - mennskt samfélag
... þeir tímar sem við nú lifum varpa ljósi á hversu aðstæður í heiminum eru þrungnar ofbeldi ...
Ég er ekki aðeins að vísa til hins efnislega eða líkamlega ofbeldis sem beitt er í líkamsárásum, morðum, pyntingum og stríði. Einnig er til efnahagslegt ofbeldi þar sem fólk er misnotað fjárhagslega, trúarlegt og skoðanaofbeldi þegar fólki er mismunað og það útilokað vegna skoðanna sinna. Mismunun og ofbeldi tengt litarhætti, kynþætti og þjóðerni fyrirfinnst einnig, svo og sálrænt og siðferðilegt ofbeldi.
Það er inní þennan heim sem mannverurnar fæðast, sumar á svæðum þar sem milljónir svelta til dauða á ári hverju, þar sem vatn er af skornum skammti og menntun og heilsugæsla er aðeins fyrir fáa útvalda. Og allt er þetta svona þrátt fyrir að mannkynið hafi yfir að ráða nægri tækni og nægum fjármunum til að ráða bót á þessum vanda
Það sem litar þjóðfélögin ofbeldi - er að völdin eru ekki í höndum heildarinnar heldur hefur lítill hluti hennar slegið eign sinni á heildina, undirokar hana, hlutgerir og lagt kalda hönd þagnarinnar yfir samfélagið. Þetta birtist síðan á öllum sviðum mannlífsins; á vinnustaðnum; í félagsstarfi; viðskiptum og teygir anga sína inn á heimilin með blekkingum fjölmiðlanna. Ofbeldið mengar samskipti fólks og tekur sér bólfestu í hjarta mannsins.
En hvað er til ráða? .. getum við ... get ég gert eitthvað til að breyta þessu .. er hér eftilvill um að ræða (eins og svo oft er sagt) mannlegt eðli sem ekkert fær umbreytt? - Og aðeins er hægt að hemja með reglum og refsingum?
Ég skil það þó svo að ákvörðun mín og ásetningur ráði mestu um - hvað ég geri - og það gildi einnig um aðra.
Já hvað get ég gert?
Ég þarf að byrja á að kannast við mitt eigið ofbeldi ... og taka síðan ákvörðum um að sporna gegn því; innra með mér og vinna gegn ofbeldinu í umhverfinu.
Ég kannast við yfirgang minn og ofríki gagnvart mínum nánustu .. pirring og reiði ... gagnvart skoðunum annarra og lífsstíl ..... í daglegu lifi .. en einnig gagnvart sjálfum mér ..
Og það er nauðsynlegt að ná sáttum. .... Á hinn bóginn snýst þetta ekki um fyrirgefningu, að ég fyrirgefi öðrum eða aðrir fyrirgefi mér. Ekki er heldur hægt að mæla með að gleyma misgjörðunum .. en það er nauðsynlegt að skilja hvað gerðist - og - hvers vegna - því einungis þannig næst sáttin.
Því spyr ég sjálfan mig (og það geta aðrir gert líka ef þeir vilja):
Er það nauðsynlegt vegna mín og vegna annarra að ég breyti um lífsstefnu og sporni gegn ofbeldinu í mér og í kringum mig .. að ég hætti að umbera ofbeldið. Mig langar til að skilja þetta ...og ég hugsa um fólkið sem mér þykir vænt um, komandi kynslóðir og þá sem hér og annarstaðar sjá enga leið út úr ógöngunum; þá sem eru fórnarlömb þessa ómennska kerfis. .....
Og hjá mér vaknar löngun,.. já .. ég hlakka til að sjá þennan nýja heim sem við byrjum að skapa nú, þegar við tökum örlögin okkar í eigin hendur og beitum okkar bestu eiginleikum í þágu þessa göfuga málstaðar - að skapa þjóðfélag án ofbeldis með baráttu án ofbeldis.
Í hógværu starfi með öðrum við að tengja uppá nýtt þjóðfélagsvefinn og skapa mennskt þjóðfélag vex trúin á sjálfan mig, á aðra og á framtíð sem ég þrái svo heitt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)