Betra Ísland

Til að skapa betra Ísland þurfum við að efla lýðræðið, ekki síst á vinnustöðunum. Lítum til dæmis á allar uppsagnirnar. Í mörgum tilfellum hefði mátt ráðgast við starfsmennina og finna lausnir svo sem styttingu vinnutímans. Ef lýðræði ríkti innan fyrirtækjanna þá mætti hugsa sér að uppsagnir mundu ekki lýðast heldur yrði komið á fót nýrri starfsemi ("sprotastarfsemi") innan eða til hliðar við fyrirtækið. Hagsmunir starfsmanna ættu amk að vera metnir jafn mikilvægir og hagsmunir "eigenda".
http://betraisland.eyjan.is/

Ekki lái ég unga fólkinu þótt það sýni ekki ýtrustu kurteisi

Mér segir svo hugur um að margir styðji unga fókið sem lét til sín taka á þingpöllunum í dag. Ríkisstjórnin er að veðsetja framtíð okkar og situr sem fastast. Embættismenn, stjórnmálamenn, bankamenn og endurskoðendur eru að rannsaka eigið svindl. Hvernig er hægt að sitja þegjandi undir þessu. Svo ætla þau að afhenda útlendingum bankana. Sumir halda að það sé allra meina bót að fá útlenda banka, ganga í Evrópusambandið eða fá sterka foringja til að leiða okkur sauðina. Við ættum heldur að hysja upp um okkur og taka málin í eigin hendur.

Bankastarfsemi ætti að snúast um þjónustu við almenning, vera svona nokkurskonar peningaveita. Innlán og útlán - og vextir ættu að vera o til 1% og kostnaður greiðast með þjónustugjöldum. Dráttarvexti ætti að leggja af og spákaupmennska og okur á ekkert erindi í bankaþjónustuna.


mbl.is Þingfundur hafinn á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband