3. Þjóðfélagsþróunin - úr Bréf til vina minna eftir Silo

3. Þjóðfélagsþróunin
Með hliðsjón af númerandi kringumstæðum, er e.t.v. einhvers virði að velta stuttlega fyrir sér þessum kosti, sem á líðandi stundu er haldið fram sem lyklinum að betri heimi. Að sönnu hafa þó nokkrar efnahagslegar tilraunir verið gerðar, með fremur ósannfærandi niðurstöðum. Þrátt fyrir þetta er okkur sagt að þessi síðasta tilraun beri í sér einu lausnina á grundvallarvanda okkar. Engu að síður eru nokkrar hliðar þessarar nýju tillögu sem er ofar skilningi einhverra okkar.
Í fyrsta lagi er spurningin um lögmál efnahagslífsins. Það gæti virkað sennilega að, eins og í náttúrunni sé til ákveðið vélgengi sem sjálfkrafa stýri framþróun þjóðfélagsins, sé því leyft að ganga óhindrað. Hvað sem því líður, finnst okkur erfitt að kyngja þeirri röksemdafærslu að eitthvert mannlegt ferli, og sér í lagi efnahagsferlið lúti sömu lögmálum og náttúruleg fyrirbæri. Þvert á móti, trúum við að mannlegt atferli sé ekki-náttúrulegt, að það einkennist þess í stað af ætlun, sé félags- og sögulegt. Þessi einstaklega mannlegu fyrirbæri birtast ekki í náttúrunni almennt, eða hjá öðrum dýrategundum. Þar af leiðandi, þar sem efnahagsleg ferli endurspegla mannlega ætlun og áhuga, sjáum við í ljósi atburða ekkert sem styður þá trú að þeir sem stýri vegfarnaði mannkyns láti sig varða að yfirstíga erfiðleika annarra sem njóta ekki sömu forréttinda og þeir sjálfir.
Í öðru lagi virðist sú fullyrðing að þjóðfélögin hafi þróast þrátt fyrir hið mikla bil sem hefur alltaf skilið ríkidæmi þeirra sem "áttu" frá hinum sem "áttu ekki", langt frá því að vera sannfærandi. Sagan sýnir að þjóðfélögin þróuðust þegar fólkið krafðist réttar síns frá ríkjandi valdhöfum og að félagsleg þróun hefur svo sannarlega ekki stafað af því auður sem einn geiri þjóðfélagsins hafði safnað saman "seytlaði niður" á sjálfvirkan máta.
Í þriðja lagi virðist full langt gengið að halda fram sem fyrirmyndum ákveðnum þjóðfélögum, þar sem þessa svokallaða frjálsa markaðkerfis er beitt, og náðst hafa góð lífskjör. Þessi þjóðfélög hafa, þegar öllu er á botninn hvolft, staðið fyrir útbreiðslustríðum gegn öðrum þjóðfélögum. Þau hafa þröngvað nýlendustefnu og ný-nýlendustefnu uppá hin síðarnefndu. Þau hafa hlutað niður þjóðir og heilu álfurnar. Þau hafa með fulltingi ofbeldis og misréttis heimt skatta. Að lokum hafa þau fært sér í nyt ódýrt vinnuafl veikari efnahagskerfanna, meðan þau samtímis þröngvuðu óhagstæðum viðskiptakjörum uppá hin síðarnefndu. Einhverjir munu andmæla og segja að þetta háttalag sé einfaldlega það sem kallað er "hagstæðir samningar". Samt sem áður geta þeir ekki haldið þessu fram og staðhæfa síðan samtímis að efnahagsleg þróun þessara landa sem "standa framar" hafi átt sér stað óháð sérstökum tengslum við önnur lönd sem stóðu höllum fæti.
Í fjórða lagi er oft minnst á afrek í vísindum og tækni og það "frumkvæði" sem hinn frjálsi markaður" fóstri. En það er ljóst að vísinda- og tæknileg framþróun hófst þegar mannveran fann upp kylfur, vogarstangir, eldinn o.s.frv., og að þessi þróun hefur gengið sinn veg í ferli söglulegrar samsöfnunar, sem litlu hefur látið sig skipta sérstök efnahagsleg form eða einhverj markaðslögmál.
Ef á hinn bóginn þeir vilja meina að ríkari efnahagskerfin laði til sín stærstan hluta hæfileikafólksins, að þau hafi efni til að borga fyrir tæki og rannsóknir og að síðustu að þau geti látið í té meiri hvatningu í formi meiri umbununar, þá ætti líka að geta þess að þetta hefur alltaf verið svo, allt frá því í fornöld, og einskorðast hvorki við, né stafar af ákveðinni tegund efnahagskerfis. Hér hefur öllu frekar safnast saman á ákveðnum stað og á ákveðinni stundu - óháð því hvernig þetta ríkidæmi er til komið - ofgnótt auðlegðar.
Í fimmta lagi eimir enn eftir af þeim hugsunarhætti að skýra velferð hinna "þróaðri" þjóðfélaga sem ávöxt ákveðinna óáþreifanlegrara "gjafa" náttúrunnar - sérstakra hæfileika, borgaralegum dyggðum, dugnaði, skipulagi og þess háttar. Þetta er, samt sem áður, ekki lengur byggt á neinum rökum, öllu heldur fyrirsláttur, líkastur skurðgoðadýrkun, til að varpa hulu á þann félagslega og sögulega raunveruleika sem skýra hvernig þessar þjóðir urðu til.
Auðvitað er það ofar skilningi margra okkar að sjá hvernig, að gefnum sögulegum bakgrunni sínum, núverandi markaðsfyrirkomulag getur viðhaldist, jafnvel til skemmri tíma litið. En það er hluti annarrar umræðu - um hvort þetta "frjálsa markaðskerfi" sé yfirleitt til, eða hvort við séum í rauninni að eiga við ýmis form haftastefnu og óbeinnar og falinnar stjórnunar, þar sem þeir sem halda um stjórnvölinn gefi lausan tauminn þar sem þeir finna sig vera við stjórn, en halda fastar þar sem þeim finnst það ekki vera. Ef þetta er svo, mun hvert nýtt loforð um framfarir, í raun einskorðast við sprengiþróun og útbreiðslu vísinda og tækni, sem er með öllu óháð einhverju svokölluðu sjálfgengi efnahagslögmála.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband