4. Framtíðartilraunir - úr Bréf til vina minna eftir Silo

4. Framtíðartilraunir
Í dag, eins og raunin hefur verið í gegnum söguna, mun ríkjandi fyrirkomulagi einfaldlega verða varpað fyrir róða hvenær sem það reynist nauðsynlegt, fyrir annað sem á að "bæta úr" annmörkum hins fyrrnefnda. En á meðan mun auðurinn stöðugt vaxa í höndum æ valdameiri minnihluta.
Samtímis er ljóst að hvorki framþróunin né hinar lögmætu vonir fólks munu líða undir lok. Því er það að við munum brátt sjá síðustu barnalegu fullyrðingarnar um að hugmyndafræði, árekstrar, stríð efnahagskreppur og félagslegt umrót heyri senn sögunni til. Og þar sem enginn blettur jarðarinnar er ótengdur öðrum hlutum, kemur mjög fljótt að því að staðbundnar lausnir, jafnt sem staðbundin átök, ná til alls heimsins. Eitt er að auki ljóst: Það sem hingað til hefur ráðið ríkjum mun ekki lengur geta viðhaldist - hvorki núverandi fyrirkomulag yfirdrottnunar, né baráttuaðferðirnar gegn því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband