Til hvers eru lífeyrissjóðirnir?

 

Hversvegna eru stéttarfélögin með lífeyrissjóði?

Lífeyrissjóðirnir eru stærstu fjármagnseigendur landsins og þurfa sífellt að leitast við að hafa góða ávöxtun svo féð rýrni ekki. Þetta hefur gengið misvel og dæmi eru um litla lífeyrissjóði sem hafa rýrnað mikið og hafa þessvegna þurft að skera niður lífeyrisgreiðslur (elli og örorkulífeyri) til félaga sinna.

Nú hafa lífeyrissjóðirnir tapað stórfé í hruni bankakerfisins og munu neyðast til að lækka lífeyrisgreiðslur almennt. Væri ekki réttara að samfélagið sem heild taki ábyrgð á að sjá fólki farborða sem vegna aldurs eða heilsubrests hættir að hafa tekjur. Verkalýðsformenn sem sífellt þurfa að vera að funda með fjárfestum og bankamönnum og ráðslaga um fjármagn hætta að sinna baráttu fyrir betri launum og aðaláhugamál þeirra verða aukaatriði svo sem orlofsbústaðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég tel að það hafi fyrir löngu átt að vara búið að skera á tengsl milli stéttafélaga og lífeyrissjóða af þeirri ástæðu, sem þú nefnir.

Hvað það varðar að setja framfærslu elli- og örorkulífeyrisþega á skattgreiðendur og fara þar með úr samblandi uppsöfnunarkerfis og gegnumstreymiskerfis yfir í hreint gegnumstreymiskerfi þá er ég ósammála þér í því. Ástæðan er sú að innan ekki svo margra ára verða þessir hópar orðnir það stórt hlutfall þjóðarinnar að skattgreiðendur munu ekki ráða við það að greiða öllum þeim hópi mannsæmadi lífeyrir og eiga líla að halda uppi mennta- og heilbrigðiskerfi ásamt öllu öðru, sem hið opinbera þarf að sinna. Þess vegna er nauðsynlegt að fólk safni til elliáranna í formi lífeyrissjóða og að hið opinbera kerfi sjái síðan um lágmarksgreiðslur til þeirra, sem ekki ná að gera það nægjanlega vel til að geta lifað mannsæmandi lífi á sparnaði sínum á efri árum.

Einnig er nauðsynlegt að spara til þess að fé sé tiltækt til að lána til fjárfestingar bæði í atvinnulífi og í íbúðahúsnæði.

Sigurður M Grétarsson, 9.12.2008 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband