8.12.2008 | 21:09
Betra Ísland
Til að skapa betra Ísland þurfum við að efla lýðræðið, ekki síst á vinnustöðunum. Lítum til dæmis á allar uppsagnirnar. Í mörgum tilfellum hefði mátt ráðgast við starfsmennina og finna lausnir svo sem styttingu vinnutímans. Ef lýðræði ríkti innan fyrirtækjanna þá mætti hugsa sér að uppsagnir mundu ekki lýðast heldur yrði komið á fót nýrri starfsemi ("sprotastarfsemi") innan eða til hliðar við fyrirtækið. Hagsmunir starfsmanna ættu amk að vera metnir jafn mikilvægir og hagsmunir "eigenda".http://betraisland.eyjan.is/
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.