Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis

Til að það megi heyrast þegar milljónir friðelskandi karla og kvenna kalla eftir að bundinn verði endir á stríð og allt ofbeldi.

 Heimsgangan mun hefjast á Nýja Sjálandi 2. október 2009, á afmælisdegi Gandi sem hefur verið tilnefndur af Sameinuðu þjóðunum sem „Alþjóðlegur dagur tilveru án ofbeldis“. Henni mun ljúka í Andesfjöllum (Punta de Vacas, Aconcagua, Argentínu) þann 2. janúar 2010.

Gangan mun standa yfir í 90 daga, þrjá langa mánuði á ferð. Hún mun fara í gegnum allar árstíðir og mismunandi loftslag, allt frá heitu sumri hitabeltisins og eyðimarka til vetrarins í Síberíu.

Þetta er í fyrsta sinn gengið er umhverfis Jörðina til að hvetja til að bundinn verði endir á stríð, að kjarnavopnum verði eytt og öllu ofbeldi, hvernig sem það birtist, verði útrýmt.

          Tilgangur göngunnar eru að:

Ná fram útrýmingu kjarnavopna; hlutfallslega og stöðugt meiri fækkun annarra vopna; undirritun samninga milli þjóða um að ráðast ekki gegn öðrum; og að ríkisstjórnir hafni stríði sem aðferð við að leysa ágreining.

Viðurkenna og hefja til vegs og virðingar bestu eiginleika ólíkra menningarsamfélaga og þjóða Jarðarinnar.

Sameina vilja fólks allsstaðar til að binda endi á þá plágu sem stríð eru.

Skapa alþjóðlega félagslega vitund sem fordæmir allt ofbeldi hvernig sem það birtist (líkamlegt, sálrænt, byggt á kynþætti, trúarbrögðum, efnahagslegt, kynferðislegt), sem er svo útbreitt og viðurkennt í þjóðfélögum hvarvetna.


Alþjóðleg vitund sem fordæmir allt ofbeldi



Heimsgangan í tölum

Álfur: 6

Lönd: 90

Vegalengd: 160.000 kílometrar

Tímalengd: 90 dagar

Flutningar: 40 lestarferðir (þmt. Síberíuhraðlestin), 100 ferðir á landi (fjórhjóladrif, langferðabifreið, bifreið, mótorhjól, reiðhjól osfrv.) þ.m.t. leiðirnar frá París til Dakar og frá Norður- til Suður-Ameríku um Andes fjallgarðinn, 14 flugferðir, 25 ferðir á sjó (skip, prammar, barkarbátar osfrv.)


Loftslag:

Gangan mun fara um allar tegundir loftslags, frá mildu og tempruðu – fara um Miðjarðarhafsloftslag, meginlands- og hitabeltissvæði – til heimskautasvæða. Frá túndrum Síberíu til eyðimerkur Sahara og Atacama eyðimerkurinnar (sú þurrasta í heimi) til Suðurheimskautsins.


Árstíðir:

Á 90 dögum mun gangan fara tvisvar um allar fjórar árstíðirnar.


Hæð yfir sjávarmáli:

Á meðan að göngunni stendur mun hún komast í 5000 metra yfir sjávarmál.


Kjarnahópur:

50 manns.

Það verður farið 160 sinnum yfir landamæri.

Stofnanir sem standa að göngunni: 500

Stofnanir sem styðja og verða í samstarfi: 3000

Heimsóknir til ríkisstjórna og pólitískra fulltrúa: 100

Andlegar miðstöðvar: 25

Þátttakendur í ferðinni: 1 milljón

Þátttakendur (virtual) 10 milljónir (þátttakendur alls?)

Ameríka:

Argentína, Bólivía, Brasilía, Kanada, Síle, Kólumbía, Kosta Ríka, Dóminíska Lýðveldið, Ekvador, El Salvador, Gvatemala, Haítí, Hondúras, Mexikó, Níkaragva, Panama, Paragvæ, Perú, Bandaríki Norður Ameríku, Venesúela.

Suðurskautslandið

Evrópa:

Austurríki, Belgía, Bosnía og Hersegóvína, Hvíta Rússland, Króatía, Tékkland, Danmörk, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Gíbraltar, Grikkland, Holland, Ungverjaland, Ísland, Ítalía, Lúxembúrg, Pólland, Portúgal, Rússneska ríkjasambandið, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tyrkland, Bretland.


Afríka:

Alsír, Benín, Búrkína Fasó, Egyptaland, Gambía, Gana, Gínea-Bissá, Gínea-Konakry, Fílabeinsströndin, Malí, Máritanía, Marokkó, Mósambík, Senegal, Tógó, Vestur Sahara.


Meginland Asíu:

Bangladess, Kína, Indland, Ísrael, Mongólía, Nepal, Norður Kórea, Pakistan, Rússneska ríkjasambandið, Suður Kórea, Tyrkland.


Kyrrahafssvæðið og Austur Asía:

Ástralía, Japan, Nýja Sjáland, Papúa-Nýja Gínea, Filippseyjar.


Hvers vegna?

Vegna þess að við getum bundið enda á hungrið í heiminum með einungis 10% af því sem eytt er í vopn. Ímyndaðu þér hvernig lífið yrði ef 30-50% af hernaðarútgjöldum færi til að bæta líf fólks í stað þess að nota það til að eyðileggja.

Vegna þess að með því að útrýma stríði og ofbeldi segjum við skilið við forsögu mannsins og tökum risastórt skref fram á við í þróun tegundar okkar.

Vegna þess að með okkur í för eru raddir þeirra fjölmörgu stríðshrjáðu kynslóða sem gengu á undan okkur. Bergmál radda þeirra heyrist enn um allan heim, þar sem stríðsátök skilja eftir sig hörmuleg ummerki látinna, týndra, örkumla og hrakinna.

Vegna þess að „heimur án stríðs“ er hugsýn sem opnar okkur framtíð og leitast við að verða að veruleika í öllum heimshornum, þegar ofbeldið hörfar fyrir samræðum.

Nú er runnin upp sú stund þegar þeir sem enga rödd eiga munu heyrast! Vegna sárrar og brýnnar þarfar hrópa milljónir mannvera eftir að bundinn verði endir á stríð og ofbeldi.

Við getum komið þessu í kring með því að sameina alla krafta friðarstefnu og virkrar baráttu án ofbeldis um allan heim.


Hvenær?

Heimsgangan mun hefjast á Nýja Sjálandi 2. október 2009, á afmælisdegi Gandi sem hefur verið tilnefndur af Sameinuðu þjóðunum sem „Alþjóðlegur dagur tilveru án ofbeldis“. Henni mun ljúka í Andesfjöllum (Punta de Vacas, Aconcagua, Argentínu) þann 2. janúar 2010.

Gangan mun standa yfir í 90 daga, þrjá langa mánuði á ferð. Hún mun fara í gegnum allar árstíðir og mismunandi loftslag, allt frá heitu sumri hitabeltisins og eyðimarka til vetrarins í Síberíu.


Hverjir taka þátt?

Göngunni er komið af stað af samtökunum „Heimur án stríðs“ sem eru alþjóðleg og hafa starfað í 15 ár að friðarmálum og andófi gegn ofbeldi.

Heimsgangan verður hins vegar byggð upp og þróuð af öllum. Hún verður opin öllum manneskjum, samtökum, samstarfsaðilum, hópum, pólitískum flokkum og fyrirtækjum, sem deila sömu þrá og næmni. Þetta verkefni útilokar engan. Þvert á móti er þetta ferðalag sem mun eflast jafnt og þétt eftir því sem margvíslegt frumkvæði kemur til sögunnar.

Þannig er þetta opið boð til allra um frjálsa þátttöku. Þannig getur fólk hvert á sínum stað lagt göngunni til með sinni sköpunargleði í stórkostlegri samlegð fjölbreyttra aðgerða.

Það er rúm fyrir allt sem ímyndunaraflið er fært um að skapa.

Leiðir til þátttöku eru margvíslegir og fjölbreyttar, meðal annars að taka þátt í göngunni í sýndarheimi internetsins.

Þetta er ganga með fólki og fyrir fólk og vonir standa til þess að hún nái til flestra íbúa heimsins. Af þessum ástæðum biðjum við alla fjölmiðla að láta boð ganga um þetta ferðalag kringum heiminn í þágu friðar og tilveru án ofbeldis.

Hvað mun gerast?

Í sérhverri borg sem gangan heimsækir munu íbúar staðarins og ýmsir hópar skipuleggja málþing, fundi, ráðstefnur og atburði (t.d. menningarlega og á sviði tónlistar og annarra listforma sem og menntunar) allt eftir þeirra eigin skapandi framtaki.

Nú þegar hafa ýmsir einstaklingar og samtök hrundið af stað ótal verkefnum.

Hvert er takmark okkar?

Að fordæma hið hættulega ástand í heiminum, ástand sem færir okkur nær og nær kjarnorkustríði sem yrði mestu ófarir mannlegrar sögu – blindgata.

Að vera rödd meiri hluta borgara heimsins sem vilja frið. Jafnvel þótt meiri hluti mannkyns sé á móti vopnakapphlaupinu sendum við ekki frá okkur sameiginleg skilaboð. Þess í stað látum við stjórnast af valdamiklum minnihluta og það veldur okkur þjáningum. Það er kominn tími til þess að við stöndum saman og sýnum andstöðu okkar.

Gakktu í lið með fjölda annarra til þess að gefa skýrt merki og þá hlýtur rödd þín að heyrast!

Að ná fram takmarkinu um útrýmingu kjarnavopna; hlutfallslega og stöðugt meiri fækkun annarra vopna; undirritun samninga þjóða í milli um að hverfa frá árásarstefnu; og höfnun ríkisstjórna á stríði sem aðferð til að leysa ágreining.

Að draga fram í dagsljósið margar aðrar birtingarmyndir ofbeldis (menningarlegt, kynþáttalegt, kynbundið, trúarlegt...) sem í dag eru huldar og dulbúnar af ofbeldisöflunum; og láta öllum þeim sem þjást af slíku ofbeldi í té vettvang til þess að láta í sér heyra.

Að skapa vitund á heimsvísu, eins og gerst hefur í umhverfismálum, um hina knýjandi þörf á að fordæma allar tegundir ofbeldis og koma á raunverulegum friði.


Skipulagt af: Heimur án stríðsog án ofbeldis

Alþjóðleg samhæfing: Rafael de la Rubia

rafael@marchamundial.org

www.marchamundial.org

Alþjóðlega: www.mundosinguerras.org

Ísland: www.heimsganga.is 

Argentína: www.mundosinguerras.net

Síle: www.mundosinquerras.cl

B.N.A.: www.worldwithoutwars.net

Ekvador: www.mundosinquerras.ec

Spánn: www.mundosinquerras.es

www.msgysv.blogspot.com

Frakkland: www.mondesansguerres.hautetfort.com

Grikkland: www.kosmosxorispolemous.gr

Ítalía: www.mondosenzaguerre.org

Rússland: www.humanismo.narod.ru_uacct ="UA-269300-6"; urchinTracker();


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband